Tempur Prima Medium – Smartcool, 21 cm þykk heilsudýna

Tempur Prima Medium Smartcool — ný dýna frá Tempur!

Tempur Prima Medium er miðlungsmjúk dýna. Uppbygging dýnunnar tryggir einstakt jafnvægi mýktar og stuðnings, því veitir hún þér fullkomna blöndu af þægindum og stuðningi.

Tempur Prima SmartCool™ inniheldur hið einstaka Tempur Advanced efni sem gefur hámarks stuðning til að þú fáir að upplifa þægindi sem þú hefur líklega aldrei kynnst.

Áklæði dýnunnar er með SmartCool™ tækni sem tryggir að yfirborð hennar helst svalt viðkomu. Efnið gleypir allan umfram líkamshita og gefur þér svala og ferska tilfinningu alla nóttina.

Renna má áklæðinu af dýnunni til að þvo það og halda þannig dýnunni hreinni og ferskri.

Nýja Tempur Advanced efnið sem er í Tempur Prima veitir 20% meiri þrýstijöfnun. Efnið aðlagast enn betur að líkama þínum og dregur til muna úr hreyfingu svo þú upplifir þægindi og stuðning á einstakan, nýjan hátt.

Tempur leggur mikið upp úr sjálfbærni og því að framleiða vörur sínar úr skaðlausum og einföldum efnum sem má endurnýta. Made in Green er vottun sem kynnt var fyrst árið 2015. Hún gefur þér fullvissu og miðlar á sama tíma sjáfbærniskilyrðum Tempur því vörurnar hafa QR kóða sem gerir viðskiptavinum kleift að rekja aðfangakeðju þeirra.

Made in Green vottunin frá OEKO-TEX tryggir að vörurnar hafa verið prófaðar fyrir skaðlegum efnum og tryggir að þær hafa verið framleiddar við umhverfisvænar, öruggar og samfélagsábyrgar vinnuaðstæður. Þetta er ein af mörgum vottunum sem skilar Tempur fremst í flokk þegar kemur af rekjanleika, endurvinnslu og sjálfbærni.


Vörunúmer: BB-1013 Flokkar: , , , , Merki: ,

212.720 kr.383.920 kr.

Hreinsa
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Frekari upplýsingar

UmmálÁ ekki við

Þér gæti einnig líkað við…