Afhendingarmátar

Afhendingarmátar
• Heimkeyrsla með Póstinum – 1–3 virkir dagar (smávara)
• Senda á pósthús/póstbox – 1–3 virkir dagar (smávara)
• Sendibíll á höfuðborgarsvæðinu – 1–2 virkir dagar (húsgögn)
• Sendibíll utan höfuðborgarsvæðisins – 1–3 virkir dagar (húsgögn)
• Lager Korputorgi – sækja á lager – 0–1 virkir dagar (húsgögn)

Heimkeyrsla með póstinum
Á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri er pakki keyrður til einstaklinga frá mánudegi til föstudags kl 17-22 en fyrirtækja kl 9-17. Á landsbyggðinni þar sem heimkeyrsla er í boði er mismunandi hvaða tímasetningar eiga við. Gerð er ein tilraun til afhendingar, sé hún árangurslaus er skilin eftir tilkynning. Þessi valmöguleiki er eingöngu í boði fyrir smærri vörur; s.s. gjafavöru, ljós og vefnaðarvöru.

Pakki pósthús/ póstbox
Viðtakandi fær tilkynningu með sms eða með póstinum borin út daginn eftir komu pakka á pósthús og getur viðtakandi þá nálgast pakkann. Pakki pósthús, er afhentur á pósthúsi viðtakanda við framvísun tilkynningar (prentuð eða sms) og skilríkja með mynd.
Póstbox er opið alla daga allt árið. Pósturinn sendir sms þegar pakki er kominn í Póstbox. Skrá skal í heimilisfangi í hvaða Póstbox þú vilt sækja (kynntu þér málið á heimasíðu Póstsins). Þessi valmöguleiki er eingöngu í boði fyrir smærri vörur; s.s. gjafavöru, ljós og vefnaðarvöru.

Afhending á höfuðborgarsvæðinu
Flutningskostnaður húsgagna innan höfuðborgarsvæðis er án endurgjalds.

Afhending utan höfuðborgarsvæðisins
Vörur eru afhentar á næstu afhendingarstöð Flytjanda

Hægt er að greiða aukalega fyrir akstur að heimili í samráði við Flytjanda eða aðrar aksturþjónustur sem í boði eru fyrir viðkomandi svæði. Gjald er samkvæmt verðskrá flutningsaðila

Sækja á lager að Korputorgi
Í boði fyrir rúm og húsgögn. Vara er sótt á lagerinn í Korputorgi Reykjavík

Sækja má vörur 2 klukkustundum frá því pöntun var gerð

Opnunartími: Virkir dagar 12-18 og laugardaga 13-17