Svefn

Svefn

Svefn er ein af grunnstoðum heilsu, ásamt næringu og hreyfingu. Svefnvandamál eru algeng í hröðu nútímasamfélagi en óreglulegar svefnvenjur og skortur á svefni geta haft margvísleg áhrif á líkamlega og geðræna heilsu. Erla Björnsdóttir skrifaði bókina SVEFN sem  fjallar um svefn út frá ýmsum sjónarhornum, útskýrt er hvað gerist meðan á svefni stendur og fjallað um algeng svefnvandamál meðal barna, unglinga og fullorðinna.

Hversu mikið þurfum við að sofa?

Erla fer yfir svefnþörf barna og fullorðna og útskýrir hvernig svefnþörf einstaklinga getur verið misjöfn og hvort hægt sé að vinna upp svefninn.

Tengsl svefns við andlega og líkamlega heilsu

Erla fer yfir tengsl og mikilvægi svefns þegar kemur að líkamlegri og andlegri heilsu.

Regla og rútína

Erla útskýrir mikilvægi reglu og rútínu þegar kemur að góðum nætursvefni.

Upbygging svefns

Erla fer yfir svefnstigin og útskýrir mikilvægi þeirra fyrir endurheimt á orku og viðhaldi líkamans.

Hvað gerist þegar við sofum?

Hvað gerir svefninn og hversu miklum tíma eyðum við í svefn?

Áhrif streitu á svefn

Erla útskýrir afhverju hugurinn fer á flug þegar við erum að reyna að sofna.

Hvernig öðlast ég betri svefn?

Erla útskýrir hvað hjálpar við að draga úr svefnvanda.

Hvernig á svefnherbergið að vera?

Nokkur einföld ráð um hvernig skal hafa svefnherbergið til að stuðla að betri svefni.

Erla Björnsdóttir

Dr. Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns  er sérfræðingur Betra Baks þegar kemur að svefni. Erla er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað mikið um svefn á innlendum vettvangi og gaf út bókina Svefn með Forlaginu árið 2017.

Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Erla hefur birt fjölda greina um svefn í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi. Hún hefur haldið fjölda fyrlestra og námskeiða og má þar helst nefna fyrirlestra og fræðslu um svefn og svefnvenjur fyrir fyrirtæki og hópa ásamt því að vera með hópnámskeið við svefnleysi. Erla er einnig höfundur bókarinnar Svefn sem kom út í mars 2017.

Erla hefur starfa við svefnrannsóknir og sinnt meðhöndlun svefnvandamála frá árinu 2009

Svefn ráðstefnan 22. nóvember 2021

SVEFN er 3ja tíma ráðstefna þar sem farið verður ítarlega yfir mikilvægi svefns fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið í heild.

Matthew Walker er prófessor við Harvard háskóla og sérfræðingur í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði. Hann er virtur vísindamaður á þessu sviði og hefur birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar og er höfundur bókarinnar Why we sleep sem hefur farið sigurför um heiminn sl. ár og opnað augu almennings fyrir mikilvægi svefns fyrir heilsu, vellíðan og árangur.

Dr. Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Erla er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og skrifað mikið um svefn á innlendum vettvangi og gaf út bókina Svefn með Forlaginu árið 2017