Umhirða

Hvernig hugsa ég sem best um rúmið mitt ?

 

Við eyðum að meðaltali um 7 til 9 klukkustundum á sólahring í rúminu okkar og það leiðir af sér að raki getur myndast í svefnherberginu. Rúmið er yfirleitt mest notaða húsgagnið okkar og mikilvægt er að við hugsum vel um það. Hér eru nokkur atriði sem skipta máli í þeirri umhirðu.

1. Seinkaðu því stundum að búa um á morgnana. Það að taka sængurnar af rúminu og leyfa lofti að leika um dýnuna og dagsbirtunni að þurrka upp allan raka kemur í veg fyrir að rykmaurar geti dafnað og fjölgað sér. Rykmaurar í rúmi geta leitt til astma og ofnæmisvandamála.

2. Það að leyfa góðu lofti að leika um svefnherbergið hjálpar mikið til sem og að viðra sængurnar reglulega og leyfa helst sólinni að skína á þær. Hafið því gluggana eins mikið opna og hægt er.

3. Einnig er mikilvægt að þrífa sængurfatnað og lök á viku til tveggja vikna fresti í það minnsta. Einnig skal endurnýja kodda og sængur reglulega.

4. Mjög mikilvægt er að verja dýnuna fyrir svita sem gufar upp af okkur og getur lagst í dýnuna á meðan við sofum. Meðal manneskja skilar af sér um tveimur desilítrum af vökva á einni nóttu, hluti gufar upp en hluti getur sest í rúmdýnuna. Settu því hlífðarlak á dýnuna þína undir þitt lak sem þú getur þvegið með rúmfötunum og verndar dýnuna þína fyrir vökva.

Við mælum með því að hugsa vel um dýnuna þína og allar þínar svefnaðstæður því svefninn getur skipt höfuðmáli fyrir vellíðan í daglegu lífi.