Perfect stillanlegur botn – Planosa

  • Virkilega vandaður og fallegur stillanlegur botn með fágaðar
    línur. Stílhreint útlit sem sómir sér vel í hvaða svefnherbergi sem.
  • Perfect
    botninn ber nafn sitt með rentu því hann er fullkominn fyrir þann sem
    vill bæði framúrskarandi vinningshönnun en einnig mestu þægindi sem völ
    er á.
  • Perfect aðlagast þér í öllum stellingum þínum; hvort sem
    þú ert liggjandi eða sitjandi sér botninn um halda þinni bestu stellingu
    bæði hvað varðar þægindi og legu líkamans.
  • Til þess að við séum
    nær rekkjunaut okkar, náttljósi og náttborði þegar við lyftum bakinu
    eða fótum upp dregst botninn inn þegar hann lyftist. Auk
    þess gefur sérstakur höfuðpúði auka stuðning þegar lesið er eða horft á sjónvarp.
  • Neðri hluti botnins lyftist einkar hátt upp til hjálpa þér að ná hámarks slökun og til að auka blóðflæði úr fótunum.
  • Botninn er því þrískiptur en þannig nær hann bæði sem réttastri sveigju undir líkamanum og einnig hámarks lyftigetuna.
  • Efnið
    utan um botninn er sérhannað og er Hollandia með einkaleyfi á því.
    Efnið andar virkilega vel og er lögun botnsins þannig gerð að við hverja
    hreyfingu myndast rými undir dýnunni til að létta allan snúning.
  • Á
    fjarstýringunni er ljós undir hverjum hnappi og þannig sjást þeir mun
    betur þegar rökkva fer. Einnig getur þú fest í minni og þannig valið með
    einum smelli tvær af þínum uppáhalds stellingum (t.d. svefnstellingu og
    lestarstellingu). Einn takki fjarstýringarinnar stillir botninn í flata
    stöðu (upphafsstöðu).
  • Gólflýsing undir rúminu hjálpar til þegar
    fótaferðir eiga sér stað á nóttunni svo ekki þurfi endilega að vekja
    rekkjunaut við næturbrölt. Einnig er vasaljós í fjarstýringunni til
    þæginda í myrkvi.
  • Möguleiki er á að samtengja tvo botna ef vilji er fyrir.
  • Mótorinn er viðhladsfrír, hraður og hljóðlátur.

Vörunúmer: 49898 Flokkar: , Merki:

249.000 kr.269.000 kr.

Hreinsa
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Frekari upplýsingar

Ummál0.00 × 0.00 × 0.00 cm