Ergo Flex – Stillanlegur rúmbotn

Original price was: 199.900 kr. – 229.900 kr.Price range: 199.900 kr. through 229.900 kr..Current price is: 159.920 kr. – 183.920 kr.Price range: 159.920 kr. through 183.920 kr..

Ergo Flex frá Ergomotion er stillanlegur rúmbotn þar sem þægindi og tækni eru í fullkomnu jafnvægi.

Vörulýsing

Ergo Flex er einfaldur, sterkur og stílhreinn stillanlegur botn frá Ergomotion. Með aðeins fimm hnöppum á fjarstýringunni er ótrúlega auðvelt að finna hina fullkomnu svefnstöðu og hámarka þægindin.

Af hverju að velja Ergo Flex?

  • Einföld og þægileg fjarstýring – Aðeins fimm hnappar eru á fjarstýringunni sem gerir hana einfalda og þægilega. Tveir hnappar eru notaðir til að hækka eða lækka höfuð- og fótalag. Einn takki er til að setja rúmið í flata stöðu og einn til að smella því í Zero – gravity stöðuna sem er sú líkamsstaða sem talin er mjög góð fyrir okkar heilsu. ( Sjá nánar hér að neðan)
  • Hljóðlaus hönnun – Enginn óþarfa hávaði! Öll tannhjól, fóðringar og liðamót eru úr næloni, sem þýðir engin þörf á smurningu og ekkert ískur með tímanum.
  • Öflug lyftigeta – Tveir sterkir mótorar, annar fyrir höfuðlag og hinn fyrir fætur, með 380 kg lyftigetu hvor. Fullkomið fyrir alla líkamsgerðir og svefnvenjur.
  • Yfirburðastyrkur – Grindin er úr tvíhertu sérvöldu stáli, sem tryggir langlífi og stöðugleika í hverri stillingu.
  • Stílhreint útlit – nútímalegt áklæði og einfaldleiki í hönnun.
  • 10 ára framleiðsluábyrgð – Öryggi og gæði sem þú getur treyst á til margra ára.

 

Ergo Flex er hannað fyrir þá sem vilja hámarka svefnþægindi með einfaldri en öflugri lausn. Fáðu betri svefn í kvöld með Ergo Flex!

Zero Gravity (núll þyngdarafls) staðan í stillanlegum rúmbotni er hönnuð til að draga úr álagi á líkama og veita hámarksþægindi og stuðning. Hún líkir eftir líkamsstöðu geimfara þegar þeir eru í þyngdarleysi, þar sem líkaminn er í jafnvægi og álag dreifist jafnt.

Hvernig er Zero Gravity staðan í stillanlegum rúmbotni?

Höfuð og efri hluti líkamans lyftist upp.
Fætur lyftast upp fyrir hjartahæð í u.þ.b. 30-40 gráðu horni.
Minnkar þrýsting á bak, liði og vöðva
Bætir blóðflæði og dregur úr bjúg í fótum
Dregur úr bakverkjum og spennu í líkamanum

 

Af hverju að nota Zero Gravity stöðuna?

  • Bættur svefn – Þessi staða hjálpar líkamanum að slaka betur á og getur dregið úr hrotum.
  • Minna bak- og liðverkir – Stuðlar að náttúrulegri hryggstöðu og dregur úr þrýstingi.
  • Bætt blóðflæði – Minnkar álag á hjartað og hjálpar við að koma í veg fyrir bjúg í fótum.
  • Þægilegri hvíld og slökun – Fullkomin staða fyrir lestur, sjónvarpsáhorf eða einfaldlega djúpa slökun.

Hverjir njóta sérstaklega góðs af Zero Gravity?

  • Þeir sem glíma við bakverki eða stirðleika
  • Einstaklingar með bjúg í fótum eða lélega blóðrás
  • Þeir sem sofa illa eða þjást af svefntruflunum
  • Fólk sem vinnur mikið á fótunum og vill létta álagsstöðum

Zero Gravity er ein mest notaða stillingin í stillanlegum rúmbotnum því hún eykur bæði þægindi og vellíðan – fullkomin lausn fyrir betri svefn!

Ergomotion er leiðandi framleiðandi á stillanlegum rúmbotnum og snjallrúmum, með höfuðstöðvar í Santa Barbara, Kaliforníu. Fyrirtækið einbeitir sér að því að þróa heildrænar vellíðunarlausnir með snjalltækni sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan. Stillanlegu rúmbotnarnir þeirra eru hannaðar til að passa fyrir allar vinsælustu dýnurnar á markaðinum og mæta auknum kröfum neytenda þegar kemur að þægindum og bættum svefni, og þar af leiðandi aukinni heilsu og vellíðan.

Nánari upplýsingar

Vörunúmer bb-wccp-ergoflex-btn-1
Vörumerki

Vörutegund

Rúmbotnar

,

Stillanleg rúm

Litur

Grár