Tempur Prima (Mjúk) – Tvíbreitt Heilsurúm

Price range: 509.710 kr. through 528.310 kr.

Tempur Prima Soft er mjúkt heilsurúm með góðri aðlögun og stuðningi. Samanstendur af frábærri 21cm þykkri Tempur Prima mjúkri heilsudýnu, Comfort rúmbotni með Comfort Cover áklæði og rúmfótum.

Settu saman draumarúmið þitt!

Vörulýsing

Tempur Prima Soft er mjúk dýna með góðri aðlögun og stuðningi. Uppbygging dýnunnar tryggir einstakt jafnvægi mýktar og stuðnings, því veitir hún þér fullkomna blöndu af þægindum og stuðningi.

Renna má áklæðinu af dýnunni til að þvo það og halda þannig dýnunni hreinni og ferskri.

Nýja Tempur Advanced efnið sem er í Tempur Prima veitir 20% meiri þrýstijöfnun. Efnið aðlagast enn betur að líkama þínum og dregur til muna úr hreyfingu svo þú upplifir þægindi og stuðning á einstakan, nýjan hátt.

Tempur leggur mikið upp úr sjálfbærni og því að framleiða vörur sínar úr skaðlausum og einföldum efnum sem má endurnýta. Made in Green er vottun sem kynnt var fyrst árið 2015. Hún gefur þér fullvissu og miðlar á sama tíma sjáfbærniskilyrðum Tempur því vörurnar hafa QR kóða sem gerir viðskiptavinum kleift að rekja aðfangakeðju þeirra.

Made in Green vottunin frá OEKO-TEX tryggir að vörurnar hafa verið prófaðar fyrir skaðlegum efnum og tryggir að þær hafa verið framleiddar við umhverfisvænar, öruggar og samfélagsábyrgar vinnuaðstæður. Þetta er ein af mörgum vottunum sem skilar Tempur fremst í flokk þegar kemur af rekjanleika, endurvinnslu og sjálfbærni.

ÞRÓAÐ Í GEIMNUM OG FULLKOMNAÐ FYRIR SVEFN

Tempur er eina dýnumerkið sem hefur verið viðurkennt af NASA¹ og vottað af Space Foundation². Kjarninn í hverri dýnu og kodda sem við framleiðum er hið goðsagnakennda TEMPUR® efni okkar, sprottið úr tækni frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, eða NASA. Seint á sjöunda áratugnum fundu vísindamenn NASA upp alveg nýtt efni sem síðan var notað um borð í geimferjunum. Stofnendur okkar gerðu sér fljótt grein fyrir einstökum möguleikum efnisins. Þeir tóku því þessa upprunalegu uppfinningu NASA og unnu í mörg ár að fullkomna hana í TEMPUR® efnið og sköpuðu þannig fyrstu seigfjaðrandi (viscoelastic) dýnu og kodda heimsins.

TEMPUR® sannaði fyrst gildi sitt í heilbrigðisgeiranum en er nú að finna í svefnherbergjum um allan heim þar sem það hefur umbreytt svefni milljóna manna. Þess vegna erum við eina dýnumerkið sem er viðurkennt af NASA fyrir að bæta lífsgæði¹. Þessi heiður aðgreinir okkur frá öðrum, fyllur okkur af auðmýkt og hvetur okkur til stöðugrar nýsköpunar, fyrir svefn sem er út úr þessum heimi - og allt á þetta upptök sín að rekja til þessara upphaflegu vísindamanna NASA.

¹ Fyrirtækið og vörur þess voru viðurkennd af NASA. Á sameiginlegum blaðamannafundi þann 6. maí 1998, viðurkenndi NASA framúrskarandi árangur TEMPUR® í að aðlaga upprunalega NASA tækni fyrir daglega notkun og bæta lífsgæði mannkyns. ² Farðu á tempur.com/spacefoundation til að fá upplýsingar um vottun.

Tempur bæklingur 2025

Tempur bæklingurinn

 

Nánari upplýsingar

Vörunúmer bb-tempur-prima-s-double-rum
Stífleiki

Mjúk

Vörumerki