Þú nærð djúpum endurnærandi svefni á hverri nóttu með Sapphire Canyon heilsudýnunni frá Serta.
Dýnan er miðlungs til stíf í stífleika og hentar því mjög mörgum.
Kjarninn í Sapphire Canyon er sterkt pokagormakerfi sem aðlagar sig að líkama þess sem í henni liggur.
Þægindalagið er uppbyggt af nokkrum mismunandi lögum af kald- og þrýstijöfnunarsvampi sem dreifir þyngdinni og álagi á þrýstipunktum líkamans í dýnunni.
Einstakt áklæði dýnunnar, CoolFeel™, er gert með sérstakri, einkaleyfisvarinni kælitækni Serta sem dregur úr hita og veitir þannig einstaka svefnupplifun.
Dýnan er 30 cm há og hentar öllum svefnstellingum.
Sapphire Canyon er heilsudýna sem þig langar að sofa lengur í.