Serta Nature Sleep (Stíf) – Heilsudýna

Serta Nature Sleep Firm er stíf handgerð heilsudýna úr hreinni sauðaull, hrosshári, hampi og lífrænni bómull, hönnuð til að tryggja heilbrigðan, djúpan svefn. Gerðu kröfu um hámarks þægindi og fullkomna svefnupplifun.

Vörulýsing

Í margar aldir hefur það verið sjálfsagður hlutur að sofa á dýnu úr náttúrulegum efnum. Til allrar hamingju tapaðist gamla, hefðbundna dýnugerðin ekki í áranna rás því þegar kemur að góðum nætursvefni er ekkert betra en svefn í handgerðri dýnu með hreinni sauðaull, hrosshári, hampi og lífrænni bómull.
Rammarnir, fjaðragormakerfið og dýnurnar í Serta Natures Sleep eru búin til af fyllstu natni, en öll nýjasta tækni og þróun er höfð til hliðsjónar og bestu fáanlegu náttúrulegu hráefni nýtt.
Hver einstaka dýna er einstakt handverk, gerð til að tryggja heilbrigðan, djúpan svefn. Hægt að velja um tvo mismunandi stífleika á dýnunni og hægt að kaupa auka yfirdýnu sér.
Serta Nature býður upp á góðan svefn á náttúrulegri, handunninni dýnu. Njóttu bestu, sjálfbæru hráefnanna sem tryggja einstaka einangrun og loftflæði.

Nánari upplýsingar

Vörunúmer serta-wccp-nature-sleep-dyna-stok-f
Stífleiki

Stíf

Vörumerki

Vörutegund

Heilsudýnur

Tegund dýnu