ErgoExpanding – Einbreitt stillanlegt heilsurúm

Price range: 389.800 kr. through 829.800 kr.

ErgoExpanding frá Ergomotion er stillanlegt heilsurúm þar sem þægindi og tækni eru í fullkomnu jafnvægi.

Vörulýsing

ErgoExpanding er háþróaður rafdrifinn rúmbotn frá Ergomotion, einum stærsta og flottasta framleiðanda stillanlegra rúma í heiminum.

Ergomotion framleiðir einhver öflugustu, sterkustu og hljóðlátustu rafmagnsrúm sem völ er á í dag.

ErgoExpanding stillanlegi rúmbotninn er með vinsælustu rúmbotnunum þeirra en helstu eiginleikar hans eru:

  • Sterkbyggður – Grindin er smíðuð úr afar sterku, tvíhertu stáli
  • Hljóðlátur – Allir núningsfletir eins og tannhjól, fóðringar og liðamót eru úr næloni sem útrýmir öllu ískri sem fylgir mörgum stillanlegum rúmum.
  • Kraftmikill – Hvor endinn er knúinn af öflugum mótor með 380kg lyftigetu.

ErgoExpanding botninum er stýrt með þráðlausri fjarstýringu. Á fjarstýringunni eru hnappar til að hækka og lækka höfuð- og fætur, og hnappar til að stilla nuddið í rúminu. Að auki er hægt að vista tvær stellingar í minnið á fjarstýringunni og sér hnappur er fyrir þyngdarleysisstellingu (Zero G). Til að leggja rúmið síðan í flata stöðu er einfaldlega smellt á einn hnapp.

Nudd – ErgoExpanding rúmbotninn er með innbyggt nuddkerfi. Kraftmikill titringur hristir upp í þreyttum vöðvunum sem örvar blóðflæðið sem stuðlar að betri hvíld.

Zero G – Innbyggða þyngdarleysisstellingin sem má finna í flestum Ergomotion rúmbotnum er sérþróuð af sjúkraþjálfurum og vísindamönnum, enda upphaflega hönnuð fyrir sætin í geimskutlum NASA. Zero G stellingin er algjörlega einstök hvíldarstelling sem þú verður að prófa.

Ergomotion er leiðandi framleiðandi á stillanlegum rúmbotnum og snjallrúmum, með höfuðstöðvar í Santa Barbara, Kaliforníu. Fyrirtækið einbeitir sér að því að þróa heildrænar vellíðunarlausnir með snjalltækni sem stuðla að bættri heilsu og vellíðan. Stillanlegu rúmbotnarnir þeirra eru hannaðar til að passa fyrir allar vinsælustu dýnurnar á markaðinum og mæta auknum kröfum neytenda þegar kemur að þægindum og bættum svefni, og þar af leiðandi aukinni heilsu og vellíðan.

Nánari upplýsingar

Vörunúmer bb-wccp-ergoex-sgl
Vörumerki

Vörutegund

Heilsurúm

,

Stillanleg rúm

Litur

Grár