Sæki vörur í körfu...
Jafnlaunastefna
GER verslanir gæta fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Skilgreining GER verslana á launajafnrétti styðst við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Í 6. gr. Jafnréttislaga kemur eftirfarandi fram:
- Konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
- Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.
- Starfsfólki skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs að gera svo.
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbinda GER verslanir sig til þess að starfrækja vottað jafnlaunakerfi í samræmi kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012 og stuðla að stöðugum umbótum á kerfinu með skuldbindingu um að:
- Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti árlega þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman og kynna niðurstöður fyrir starfsfólki.
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugu eftirliti og umbótum þar sem þess er þörf.
- Fylgja öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem gilda á hverjum tíma og staðfesta hlítingu við lög.
- Framkvæma innri úttektir og rýni stjórnenda árlega.
- Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega almenningi.
Samþykkt af Halldóri Berg Sigfússyni, fjármálastjóra
Reykjavík 12.janúar 2023