QOD þyngingarsæng 135×200 (4 kg)
Þyngdarteppi/-sæng líkir eftir hlýju faðmlagi og getur haft jákvæð áhrif m.a. gegn þunglyndi, kvíða og streitu. Þrýstingur sem myndast undir sænginni losar gleðihormón s.s. Serotonin en lækkar um leið Cortisol (streytuhormónið). Sjá ítarlegri texti neðar.
Breidd: 135 cm Dýpt: 200 cm Hæð: 2 cm
24.900 kr.
Á lager
Lýsing
Þyngdarteppi/sæng frá Quilts of Denmark.
Inn í þyngingarsængina eru saumaðar litlar, eiturefnalausar glerperlur. Perlunum er dreift jafnt um alla sæng sem þyngir hana þannig að það minnir þig á hlýtt faðmlag að liggja undir henni. Sá þrýstingur losar gleðihormón líkt og Serotonin en um leið lækkar hann Cortisol (streytuhormónið).
Þyngingarsængin hefur aðstoðað marga við að ná betri líðan, m.a. þá sem glíma við þunglyndi, ADHD, átröskun, einbeitingarörðugleika, einhverfu/aspergerheilkenni, heilabilun eða -skaða, kvíða og streitu. Einnig er hún dásamleg þótt þú glímir ekki við neina líkamlega kvilla heldur þiggur bara gott faðmlag. Ólettum konum gengur oft betur að sofa með þessa sæng.
Með þyngd sinni áreitir sængin snerti-, hreyfi -og stöðuskynið og þar sem perlurnar fylgja hreyfingu okkar breytir það áreitinu í ný skynboð um líkamann. Þrýstingurinn og skynáreitið gefa okkur þá tilfinningu að við séum umvafin, en slík eykur slökun og getur dregið úr kvíða. Við þetta getur blóðþrýstingurinn lækkað, kvíði og eirðarleysi minnkð og öruggið aukist. Svefngæðin verða betri þar sem þú sefur rólega og upplifir öryggi alla nóttina.
Sængina má ekki þvo né setja í þurrkara, einungis viðra, því er mælt með að sofa alltaf með sængurver utan um sængina.
Fólk með mjög lágan vöðvastyrk og börn undir 3 ára aldri skulu ekki nota sængina.
Sængin kemur í þremur þyngdum; 4, 7 eða 9 kg. Mælt er með að velja þyngdina á teppinu út frá um 7-15% af þinni líkamsþyngd.
• 50 kg manneskja velur 4 kg.
• 70 kg manneskja velur 7 kg.
• 90 kg of yfir velur 9 kg.
Frekari upplýsingar
Ummál | 200 × 135 × 2 cm |
---|