Útsala


Veröld hvíldar

Fáðu strax að vita af tilboðum okkar – fylgdu okkur á Facebook

Tímamót eftir aldarfjórðung

Betra Bak var stofnað árið 1994 og fögnum við því 25 ára afmæli um þessar mundir. Við höfum frá upphafi einsett okkur að vera leiðandi í að kynna viðskiptavinum okkar nýjungar á rúmamarkaði ásamt því að sérhæfa okkur í sölu á viðurkendum heilsudýnum og stillanlegum rúmum.

Betra Bak hefur ávall fylgt þeirri öru þróun sem hefur átt sér stað í heiminum síðastliðin 25 ár og komið fram með nýjungar frá heimsþekktum vörumerkjum. Til að mæta þörfum viðskiptavina okkar býður Betra Bak margar gerðir rúma en í gegnum árin hafa okkar helstu samstarfsaðilar verið Tempur og Serta.

Auk þess að fagna þessum tímamótum með einstökum tilboðum, bjóðum við Hästens velkomin í Betra Bak fjölskylduna. Hastens rúmin eru heimsþekkt fyrir gæði og vandað handverk þar sem engar málamiðlanir eru gerðar við hönnun þeirra og smíði. Hästens var stofnað í Svíþjóð árið 1852 og er nú í eigu fimmta ættliðar sömu fjölskyldu sem handgerir öll sín rúm í Köping í Svíþjóð. Við höfum farið þá leið að opna nýjan sýningarsal með rúmum og öðrum vörum frá Hästens. Salurinn er hinn glæsilegasti og er það von okkar að við uppfyllum allar væntingar viðskiptavina okkar þegar kemur að Hastens.

Það er ekki sjálfgefið að ná að verða 25 ára í verslun á Íslandi. Við erum virkilega stolt af því en án ykkar hefði það aldrei verið hægt. Við þökkum viðskiptin og traustið sem þið hafið sýnt fjölskyldufyrirtæki okkar og hlökkum til að þróast með ykkur áfram og leggja metnað okkar í að velja einungis það besta í verslun Betra Baks.

Við tökum vel á móti þér,
Starfsfólk Betra Baks

Smelltu á mynd til að skoða bæklinginn okkar


Allt frá árinu 1931 þegar Serta kynnti fyrst Perfect Sleeper heilsudýnurnar hefur fyrirtækið verið leiðandi þegar kemur að svefnþægindum. Nú er Serta stærsti framleiðandi heilsudýna í Bandaríkjunum með fjölbreytt úrval heilsudýna og er leiðandi vörumerki á heimsvísu. Vöruframboð Serta spannar alla verðflokka til að sem flestir geti fundið þau svefnþægindi sem þeir eiga skilið.

Serta Royalty frá Serta inniheldur aðeins bestu fáanlegu hráefnin, ss. bómull og silki.

Tvöfalt gormakerfi sem tryggir hámarks stuðning við neðra bak og minni þrýsting á axla- og mjaðmasvæði.

Serta Royalty er eins okkar alltra vinsælasta dýna og fæst í eftirfarandi stærðum:
160×200 / 180×200 / 180×210 / 192×203

 

Chiro Universe heilsudýnan samanstendur að fimm lögum. Svæðisskiptri yfirdýnu, laserskornu Conforma Foam heilsu og hægindalagi sem tryggir réttan stuðning við neðra mjóbak og axlasvæði, vönduðu pokagormakerfi og kantstyrkingum. Hún er með slitsterku og mjúku bómullaráklæði og er 29 cm þykk. 

 

Fæst í eftirfarandi stærðum:

90×200 / 100×200 / 120×200 / 140×200 / 160×200 / 180×200


Sængurföt

Sjá öll rúmföt – 140×200 | 140×220 | 200×220 | Koddaver


Baðsloppar